Vísir 23. maí. 2011 07:00<br />(Ó)verðtryggð lán<br />Már Wolfgang Mixa höfundur stundar PhD-nám við Háskólann í Reykjavík. <br />Eftir verðbólguskot í kjölfar Hruns hefur umræðan um að banna eigi verðtryggð lán verið hávær, meðal annars í nýlegri skýrslu Verðtryggingarnefndar. Þetta er undarlegt – verðtryggð lán hafa, þrátt fyrir allt, borið lægri nafnvexti en óverðtryggð lán, enda geta lánveitendur þá síður rukkað lántaka fyrir óvissuálagi sem jafnan fylgir óverðtryggðum lánum. Þetta eru niðurstöður erlendra rannsókna, auk þess sem samanburður á nafnávöxtun almennra skuldabréfalána banka og sparisjóða árin 1995-2010 gefur til kynna að óverðtryggð lán eru lántökum jafnan kostnaðarsamari.Takmörkuð áhrif stýrivaxta eru meðal ókosta verðtryggðra lána. Þetta kom berlega fram í undanfara Hruns þegar stýrivextir hækkuðu sífellt án árangurs því verðbólga hélst lág vegna sterkrar krónu og bankar fóru að lána með lægra raunvaxtaálagi eða veita lán tengd erlendum myntum. Væru lán óverðtryggð myndi greiðslubyrði hækka í takti við vaxtahækkanir og virka eins og hækkun á leiguverði, sem drægi úr þenslu. Auk þess er freistnivandi fylgifiskur verðtryggðra lánveitinga því lántakendur þurfa að glíma við verðbólguskot, ekki lánveitendur.Í stað þess að banna verðtryggð lán ætti að finna gullinn meðalveg í útlánum, þar sem framboð verðtryggðra og óverðtryggðra lána væri til staðar en dregið væri úr ókostum verðtryggðra lána. Einföld leið til að leysa vandann er að setja þak á verðtryggð lán tengt hverju veði. Sé hámarkslán af fasteignamati húsnæðis t.d. 70% en hámarkslánshlutfall fyrir verðtryggð lán einungis 50% þá þurfa þeir sem taka lán umfram 50% að fá óverðtryggt lán sem nemur í það minnsta 20% af fasteignamatinu.Þannig bera stýrivextir meiri árangur, lántökum stendur til boða verðtryggt lán að ákveðnu marki en freistnivandi lánveitanda við útlán minnkar. Framboð á óverðtryggðum og verðtryggðum lánamöguleikum er því til staðar, stýrivextir Seðlabankans virka betur við hagstjórn og vitund fólks á vaxtakostnaði tengdum mismunandi lánum verður betri.<br />Sjá: http://www.visir.is/article/2011705239993<br />

More Related Content

DOC
20070201 bradum kemur betri tid
PDF
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
PDF
Exista Right place waiting for the right time
PDF
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
PPTX
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
PDF
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
PDF
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
PDF
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20070201 bradum kemur betri tid
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Exista Right place waiting for the right time
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...

Similar to 2011 05 23 (o)verdtryggd lan (19)

PPTX
Byrðar sem ekki verður staðið undir
PDF
Endanleg alitsgerd,-23.2.2012
PPT
éG Get Sungið LíKa 2006 03 16
DOCX
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
DOCX
20090831 hvað er
DOC
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
PDF
Ræða á ráðstefnu um framtíð húsnæðislána 4 aprí l2013
PDF
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
PPT
Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka x1
PDF
20040617 haettumork
PDF
DataMarket í Silfri Egils 26. september 2009
PDF
Laugardagsfundur 07112015
PDF
Efnahagur Og SamdráTtarskeið
PDF
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
PPTX
Kynning á samningum um lausn Icesave
DOC
20100430 bjolluhljomar or
PDF
Uppbygging og stefna FME
PDF
Orri Hauksson: Er hægt að notast við krónuna?
PPTX
Uppspretta - kynning
Byrðar sem ekki verður staðið undir
Endanleg alitsgerd,-23.2.2012
éG Get Sungið LíKa 2006 03 16
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20090831 hvað er
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
Ræða á ráðstefnu um framtíð húsnæðislána 4 aprí l2013
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka x1
20040617 haettumork
DataMarket í Silfri Egils 26. september 2009
Laugardagsfundur 07112015
Efnahagur Og SamdráTtarskeið
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Kynning á samningum um lausn Icesave
20100430 bjolluhljomar or
Uppbygging og stefna FME
Orri Hauksson: Er hægt að notast við krónuna?
Uppspretta - kynning
Ad

More from Mar Wolfgang Mixa (15)

PDF
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
PDF
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
PDF
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
DOCX
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
DOCX
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
XLSX
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
DOCX
20101126 saga um skulduga þjóð
DOC
20060629 nornin a wall street hetty green
DOC
20100525 oraunhaefir raunvextir
PDF
20031211 hlutabref & eignastyring
PDF
20031023 eignastyring
PDF
20030828 buffettology
PDF
20030717 fiasco
PDF
20030501 the warren buffett way
PDF
20020829 den of thieves
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
20101126 saga um skulduga þjóð
20060629 nornin a wall street hetty green
20100525 oraunhaefir raunvextir
20031211 hlutabref & eignastyring
20031023 eignastyring
20030828 buffettology
20030717 fiasco
20030501 the warren buffett way
20020829 den of thieves
Ad

2011 05 23 (o)verdtryggd lan

  • 1. Vísir 23. maí. 2011 07:00<br />(Ó)verðtryggð lán<br />Már Wolfgang Mixa höfundur stundar PhD-nám við Háskólann í Reykjavík. <br />Eftir verðbólguskot í kjölfar Hruns hefur umræðan um að banna eigi verðtryggð lán verið hávær, meðal annars í nýlegri skýrslu Verðtryggingarnefndar. Þetta er undarlegt – verðtryggð lán hafa, þrátt fyrir allt, borið lægri nafnvexti en óverðtryggð lán, enda geta lánveitendur þá síður rukkað lántaka fyrir óvissuálagi sem jafnan fylgir óverðtryggðum lánum. Þetta eru niðurstöður erlendra rannsókna, auk þess sem samanburður á nafnávöxtun almennra skuldabréfalána banka og sparisjóða árin 1995-2010 gefur til kynna að óverðtryggð lán eru lántökum jafnan kostnaðarsamari.Takmörkuð áhrif stýrivaxta eru meðal ókosta verðtryggðra lána. Þetta kom berlega fram í undanfara Hruns þegar stýrivextir hækkuðu sífellt án árangurs því verðbólga hélst lág vegna sterkrar krónu og bankar fóru að lána með lægra raunvaxtaálagi eða veita lán tengd erlendum myntum. Væru lán óverðtryggð myndi greiðslubyrði hækka í takti við vaxtahækkanir og virka eins og hækkun á leiguverði, sem drægi úr þenslu. Auk þess er freistnivandi fylgifiskur verðtryggðra lánveitinga því lántakendur þurfa að glíma við verðbólguskot, ekki lánveitendur.Í stað þess að banna verðtryggð lán ætti að finna gullinn meðalveg í útlánum, þar sem framboð verðtryggðra og óverðtryggðra lána væri til staðar en dregið væri úr ókostum verðtryggðra lána. Einföld leið til að leysa vandann er að setja þak á verðtryggð lán tengt hverju veði. Sé hámarkslán af fasteignamati húsnæðis t.d. 70% en hámarkslánshlutfall fyrir verðtryggð lán einungis 50% þá þurfa þeir sem taka lán umfram 50% að fá óverðtryggt lán sem nemur í það minnsta 20% af fasteignamatinu.Þannig bera stýrivextir meiri árangur, lántökum stendur til boða verðtryggt lán að ákveðnu marki en freistnivandi lánveitanda við útlán minnkar. Framboð á óverðtryggðum og verðtryggðum lánamöguleikum er því til staðar, stýrivextir Seðlabankans virka betur við hagstjórn og vitund fólks á vaxtakostnaði tengdum mismunandi lánum verður betri.<br />Sjá: http://www.visir.is/article/2011705239993<br />